Full starfsemi hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. ágúst með æfingum hjá meistaraflokki, byrjendum og framhaldi 15 ára og eldri og börnum 11-14 ára. Æfingar barna 7-10 ára hefjast svo þriðjudaginn 23. ágúst sem og Gólfglíma 15 ára og eldri og að lokum hefjast svo æfingar barna 5-6 ára laugardaginn 27. ágúst.
Byrjendur fá frían prufutíma og er í góðu lagi að mæta í tímann með síðar íþróttabuxur og bol en Judobúninga er hægt að fá hjá JR.
Helstu upplýsingar eins og æfingatíma, gjöld og þjálfarar má finna hér.
Frekari upplýsingar í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is
Hér er hægt að skrá sig og ef ákveðið er að halda áfram að loknum prufutíma þá er gengið frá lokaskráningu og námskeiðsgjaldi hér.







