Haustmóti JSÍ í yngri aldursflokkum (U21/U18/U15/U13) var haldið í Grindavík laugardaginn 21. okt. sl. Keppendur okkar JR inga núna voru mun færri en í fyrra eða aðeins þrír og voru það þeir Hákon, Kjartan og Skarphéðinn sem kepptu í ár og stóðu sig frábærlega og unnu allir gullverðlaun. Þeir Árni Lund og Oddur Kjartans voru fjarri góðu gamni því þeir tóku þátt í öðru móti í Cardiff sama dag og aðrir sem ætluðu að keppa forfölluðust á síðustu stundu. Þátttakendur núna voru fleiri en í fyrra eða fimmtíu og einn sem er ánægjulegt og mótið var vel skipulagt hjá UMFG en það hófst kl. 11 og því lauk kl. 14:30. Af sextíu og sjö glímum unnust fimmtíu og fjórar þeirra á ippon. Að þessu sinni var það Judodeild Selfoss sem flest gullin vann og óskum við þeim til hamingju með það en hér eru úrslitin og nokkrar myndir frá mótinu.