Það verður nóg um að vera hjá Íslenskum judomönnum um þessa helgi. Grand Prix Zagreb hófst í dag 27. júlí og keppninni lýkur á sunnudaginn og Junior European Cup í Berlín hefst á morgun og lýkur einnig á sunnudaginn. Á Grand Prix keppa þeir Logi Haraldsson og Sveinbjörn Iura báðir í – 81 kg flokki og Egill Blöndal í -90 kg flokki. Logi og Sveinbjörn keppa á morgun en Egill á sunnudaginn og það gera einnig þeir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson í Berlín og keppa þeir báðir í -90 kg flokki. Egill og Sveinbjörn voru tiltölulega heppnir með dráttinn þó svo að ekkert sé öruggt í þeim efnum og þeir þurfa örugglega að berjast grimmt fyrir sigri en það sama er ekki hægt að segja um Loga hann hefði getað verið heppnari með dráttinn. Sveinbjörn mætir Sumpor Dominick frá Króatíu og Egill mætir Cassar Harrisson frá Ástralíu en Logi mætir Tamazi Kirakozashvili frá Georgíu sem er fyrrum Evrópumeistari juniora og silfurverðlaunahafi frá heimsmeistaramóti Juniora og gullverðlaunahafi frá Grand Prix í Tiblisi 2018 svo róðurinn hjá Loga verður erfiður. Grímur á fyrstu viðureign í -90 kg flokknum á sunnudaginn í Berlín og mætir hann Luka Fettkoether frá Þýskalandi en Úlfur á tíundu viðureign í flokknum og mætir Giovani Ferreira frá Brasilíu. Keppnin hefst kl. 8 að morgni að Íslenskum tíma á báðum stöðum og báða dagana. Hér er hægt að fylgjast með Grand Prix í Zagreb í beinni útsendingu og hér er drátturinn. Hér verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu frá Berlín og hér er drátturinn.