Í morgun fór stór hópur keppenda úr JR til að taka þátt í móti í Svíþjóð annarsvegar og í Hollandi hinsvegar og verður keppt á morgun laugardaginn 25. nóv. Mótið í Hollandi heitir International Den Helder Open Judo Championships og fer fram í samnefndri borg. Við keppum þar í aldursflokkum 8-11 ára og erum við með sjö keppendur og þeim fylgja þrír þjálfarar og foreldrar. Keppendur okkar eru Aðalsteinn Björnsson E-38, Elías Þormóðsson C-34, Emma Thuringer D-25, Helena Bjarnadóttir D+42, Hugi Kristjánsson E-34, Jónas Guðmundsson C-34 og Mikael Ísaksson E-38 og fyrir hópnum fara þjálfararnir Guðmundur Jónasson, Emil Emilsson og Þormóður Jónsson. Því miður hef ég ekki fundið neinn tengil þar sem hægt er að fylgjast með mótinu en set hann hér inn ef hann finnst.
Mótið í Svíþjóð heitir Södra Judo Open og keppum við í aldurshópnum U15 þ.e. 13-14 ára. Keppendur okkar þar eru fimm þeir Kári Egilsson -55kg, Hákon Garðarsson -60kg, Kjartan Hreiðarsson -66kg, Emilían Ingimundarson -73kg og Skarphéðinn Hjaltason -73kg. Þjálfarar og fararstjórar eru þeir Garðar Sigurðsson og Heimir Kjartansson. Hér er hægt að fylgjast með gangi mála í Svíþjóð og sjá úrslit mótsins. Bolirnir sem JR ingarnir eru í voru gefnir af Inter Medica og þökkum við kærlega fyrir styrkinn.