Egill Blöndal, Sveinbjörn Iura og Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari eru komnir til Tokyo til að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst þar á morgun (25. ágúst) og stendur yfir í sjö daga. Keppt verður í einum flokki karla og kvenna hvern dag og byrjað í léttustu flokkunum og keppir Sveinbjörn því miðvikudaginn 28. ágúst í 81 kg flokknum og Egill í -90 kg flokknum daginn eftir. Bæði Sveinbjörn og Egill sitja hjá í fyrstu umferð og því er ekki ljóst hverjum þeir mæta fyrr en að þeirri umferð lokinni. Miðað við styrkleika á heimslista má teljast líklegt að mótherji Sveinbjörns verði Jack Hatton (USA) þó ekkert sé öruggt í þeim efnum og Egill fái Peter Zilka frá Slóvakíu. Keppendur eru 839 frá 148 þjóðum, 509 karlar og 330 konur. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst -81 kg flokkurinn kl. 2 eftir miðnætti að íslenskum tíma en -90 kg flokkurinn hefst hins vegar kl. 3 eftir miðnætti daginn eftir og má búast við að strákarnir keppi tæpum klukkutíma síðar. Hér er drátturinn