Það voru fjórtán JR ingar sem mættu á Jólaæfingu Júosambands Íslands ásamt þjálfurum um helgina og auk þeirra voru iðkendur frá Ármanni, UMFG og JG ásamt þjálfurum. Þormóður Jónsson framkvæmdastjóri JSÍ sá um skipulagningu og Andres Palma stjórnaði æfingunni og gerði það afar vel og voru krakkanir mjög ánægðir með hana. Að lokinni æfingu var öllum þátttakendum boðið upp á léttar veitingar, pizzu og drykki. Hér eru nokkar myndir frá viðburðinum.