Hannah Duve sem heimsótti okkur í febrúar s.l. og tók æfingu með krökkunum í aldursflokki 11-14 ára sendi okkur meðfylgjandi frétt úr svæðisdagblaði í Halberstadt í Þýskalandi þar sem hún býr en þar er sagt frá heimsókn hennar til JR. Á heimasíðu júdoklúbbsins sem hún æfir með má sjá fjölda frétta um hana og greinilegt að hún er að standa sig vel. Hún meiddist á öxl nýverið á æfingu svo hún getur lítið æft sem stendur en vonast til að verða orðin góð í maí svo hún geti tekið þátt í meistaramótinu í Saxlandi.
