Þá er keppni lokið á Danish Open 2020 og gékk okkur mönnum misvel. Það gékk þó mun betur seinni keppnisdaginn þ.e. hjá u15 og u21 árs, glímufjöldinn var nánast sá sami og fyrri keppnisdaginn en það unnust næstum helmingi fleiri glímur. Vésteinn Bjarnason júdodeild Selfoss náði lengst, hann vann þrjár glímur en tapaði einni í U15 -60 kg flokki og fékk silfur, Daníel Árnason UMFN keppti um bronsverðlaunin í U21 -55 kg en tapaði þeirri viðureign og endaði í 5. sæti og Romans Psenicnijs úr JR vann tvær viðureignir og tapaði tveimur í U15 -46 kg flokki og varð í 7. sæti. Aðrir náðu ekki eins langt en nokkrir unnu ýmist eina til tvær glímur og áttu frábær köst eins og t.d Ouchi-gari hjá Alla Kalla og Logi Haralds átti frábært kast í einni uppreisnarglímunni svo eitthvað sé nefnt en það má líklega sjá allar glímurnar hér á næstu dögum. Það sem virtist helst skorta hjá flestum okkar keppendum og háði þeim var kumi kata, sem var lítið /lélegt og er það eitthvað sem þarf að taka fyrir og bæta á næstu misserum. Hér eru öll úrslitin og hér er linkur á nokkrar glímur hjá Alla Kalla og Romans.