Úkraníska stúlkan Bilodid skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hún vann gullverðlaunin á heimsmeistaramótinu í -48 kg flokknum því hún varð jafnfram yngsti heimsmeistarinn frá upphafi aðeins 17 ára gömul. Meira hér.
Lagðir af stað á HM í Baku
Keppendur okkar á Heimsmeistaramótinu í judo sem haldið verður í Baku dagana 20-26 september héldu þangað af stað í nótt ásamt landsliðsþjálfara Jóni Þór Þórarinssyni og verða þeir komnir á áfangastað um kl. 20 í kvöld. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn Iura keppanda frá Congo í -81 kg flokki en Egill Blöndal mætir keppanda frá Pakistan í -90 kg flokki. Sveinbjörn keppir sunnudaginn 23. sept. og Egill 24. sept. Keppnin hefst kl. 10 að morgni í Baku alla keppnisdagana en þá er klukkan á Íslandi sex að morgni þar sem Baku er fjórum klukkustundum á undan okkur. Þeir sem hafa aðgang að Eurosport geta fylgst þar með keppninni í beinni útsendingu en einnig verður hægt að sjá hana í beinni útsendingu á netinu og er keppnisröðin hér.
Flott mæting á opna landsliðsæfingu
Það var frábær mæting eða um 25 manns sem mættu á opna landsliðsæfingu s.l. föstudag og var vel tekið á því í tæpa tvo tíma. Allflestir bestu judomenn landsins voru þar samankomnir til að styðja og aðstoða þá félaga Sveinbjörn Iura og Egil Blöndal í lokaundirbúningi þeirra fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku í Baku. Þetta var síðasta landsliðsæfingin fyrir mótið og leggja þeir af stað ásamt landsliðsþjálfara, Jóni Þór Þórarinssyni til Azerbaijan næsta miðvikudag.
HM þátttakendur Íslands 2018
Umfjöllun um HM keppendur
IJF er með umfjöllun um alla keppendur á heimsmeistaramótinu í Baku og birtir hana í nokkrum hlutum. Fyrsti hluti sem er um þjóðir frá A-F kom í byrjun september, annar hluti G-K kom á miðvikudaginn og þar er meðal annara umfjöllun um Íslensku keppendurna.
Iceland (ISL)
Sveinbjorn IURA-81kg
Icelandic Championships gold medallist IURA, 29, will make his third start at a World Championships. IURA has a Japanese father and Icelandic mother and regularly visits Japan for training camps which are straightforward logistically as the -81kg judoka speaks fluent Japanese. As the lightest member of Iceland’s two-man team for the Worlds, IURA will be the first to compete and will be bidding for his first contest win at the showpiece event of the IJF World Judo Tour.
Egill BLONDAL -90kg
Welsh Open bronze medallist BLONDAL, 21, won gold at his national championships in May to cement his place in Iceland’s World Championships team for Baku. Koshi-guruma specialist BLONDAL has won most of his medals in the Nordic region but has time on his side as he looks to establish himself on the international stage. The Icelandic talent will believe that he possesses the skills and desire to secure his first contest win on the Worlds stage.
Opnar landsliðsæfingar
Heimsmeistaramótið í Baku
Heimsmeistaramótið í judo verður haldið í Baku í Azerbaijan dagana 20-27 september næstkomandi. Þar munu þeir Egill Blöndal (-90 kg) og Sveinbjörn Iura (-81) verða á meðal þátttakenda og með þeim í för Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari. Til stóð að keppendur okkar yrðu fleiri en Logi Haraldsson átti einnig að keppa á mótinu en hann meiddist í æfingabúðum í Hollandi fyrir tveimur vikum og er ekki orðinn keppnisfær og missir því af mótinu. Það gerir Þormóður Jónsson einnig en hann gat ekki gefið kost á sér þar sem hann er upptekinn í vinnu. Það er gríðarleg þátttaka á mótinu en keppendur eru 810 frá 131 þjóð, karlarnir 497 og konurnar 313. Í 81 kg flokknum hjá Sveinbirni eru 70 keppendur og í -90 kg hjá Agli eru þeir 84. Sveinbjörn keppir sunnudaginn 23. september og Egill daginn eftir. Hér verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu og hér er keppendalistinn. Mótið verður einnig sýnt á Eurosport.
Judo á Eurosport
Alþjóða judosambandið hefur gert samning við Eurosport um að sýna frá helstu mótum IJF eins og Grand Slams, Masters og Heimsmeistaramótum. Samningurinn er fyrir tímabilið 2018-2020, meira hér.
Gráðudómaranámskeið JSÍ
Föstudaginn 7. september hélt JSÍ/tækniráð námskeið fyrir verðandi gráðudómara og var það í umsjón Björns Halldórssonar og Bjarna Friðrikssonar. Mættir voru þátttakendur frá fimm klúbbum en fleiri höfðu tilkynnt þátttöku en komust ekki að þessu sinni. Þeir sem mættu voru Jóhann Másson, Gísli Vilborgarson, Gunnar Jóhannesson, Ásgeir E. Ásgeirsson, Jón H. Guðjónsson, Halldór Guðbjörnsson, Guðmundur B. Jónasson, Víkingur Þ. Víkingsson, Jón Þór Þórarinsson og Egill Blöndal. Eins og fram kom í tilkynningunni um þetta námskeið sem send var á alla klúbba þá er ráðgert að halda eitt í viðbót fyrir þá sem kæmust ekki á föstudaginn og verður það haldið í október.
Úr gráðureglum JSÍ.
1.6 Gráðudómarar er útnefndir af JSÍ að loknu námskeiði. Hvert judo félag tilnefnir dómara hjá sér fyrir tvö ár í senn. Sá aðili þarf að vera orðinn 21 árs og að lágmarki með 1.dan og hafa tekið námskeið hjá JSÍ sem haldið er einu sinni á ári.
1.7 Þegar gráðun er lokið, (heilt belti) skal gráðudómari senda gögn þess efnis í gagnagrunn JSÍ ásamt gráðugjaldi og tekur gráðunin gildi þegar fulltrúi tækniráðs hefur staðfest hana í gagnagrunni JSÍ og gráðugjald hefur verið greitt. Ekki er rukkað gráðugjald fyrir hálfu beltin einungis þegar heilt belti er klárað og ekki þarf að senda prófskýrslur vegna þeirra.
Keppni lokið í Bratislava
Þá er European Judo Cup í Bratislava lokið, þetta var geysisterkt mót og fjölmennt en keppendur voru alls 365 frá 36 þjóðum. Egill mætti Olle Mattsson frá Svíþjóð í -90 kg flokknum, þegar um ein og hálf mínúta var liðinn af glímunni reyndi Olle fórnarbragð sem að mistókst og komst Egill í ákjósanlega stöðu og var að vinna í því að festa hann og komast í fastatak en einhvernveginn snerist dæmið við og Olle komst í fastatak og vann viðureignina og Egill þar með úr leik þar sem Olle tapaði næstu. Sveinbjörn mætti Hannes Conrad frá Þýskalandi í -81 kg flokknum og varð að játa sig sigraðann eftir að hafa fengið á sig tvö wazaari með stuttu millibili eftir rúmar tvær mínútur. Þess má geta að Hannes Conrad tók silfrið síðar um daginn. Þar sem Hannes komst þetta langt þá fékk Sveinbjörn uppreisnarglímu og mætti Rússanum Turpal Tepkaev. Sú viðureign stóðu út allan glímutímann og tapaði Sveinbjörn á wazaari. Turpal tók bronsið síðar um daginn. Þormóður mætti Pólverjanum Patryk Broniec í +100 kg flokknum. Patryk skoraði wazaari snemma í viðureigninni og annað um mínútu seinna. Þar sem Patryk komst í fjórðungs úrslit þá fékk Þormóður uppreisnarglímu og mætti Leonid Gasyuk frá Úkraníu. Þormóður mætti sterkur til leiks og virtist ætla að éta hann í tökunum og var ekki langt frá því að skora með mótbragði þegar Leonid reyndi uchimata snemma í viðureigninni en stuttu seinna reyndi Leonid uchimata aftur og þá tókst það og Þormóður þar með úr leik. Drátturinn er hér og neðar má sjá glímurnar þeirra og tíma.
Sveinbjörn völlur-1 tími 2:21:17 og seinni glíman 5:16:10
Þormóður völlur-1 tími 2:03:17 og seinni glíman 4:35:50
Egill völlur-3 tími 2:24:24
Á leið til Bratislava
Þá er æfingabúðunum lokið í Papendal (umfjöllun og myndir) þar sem saman voru komnir margir af bestu judomönnum heims sem þarna eru í sínum lokaundirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í Baku í næsta mánuði. Æfingarnar gengu vel hjá okkar mönnum ef undan er skilið að Logi Haraldsson meiddis illa á öxl fyrsta daginn. Hann fór í myndatöku í Hollandi og er óbrotinn og sinar í lagi en liðbönd hafa orðið fyrir hnjaski. Hann er kominn heim og fer í nánari skoðun og kemur þá í ljós hvernig staðan er en hann missir auðvitað af mótinu í Bratislava vegna þessa. Ægir Valsson kom heim í dag en hann ætlaði ekki að keppa á European Judo Cup í Bratislava eins og þeir Egill Blöndal, Sveinbjörn Iura og Þormóður Jónsson sem eru á leið þangað og keppa þar á sunnudaginn. Dregið verður í riðla annað kvöld og verður drátturinn birtur hér. Hér eru linkar á beina útsendingu, hér má sjá Þormóð og Sveinbjörn á velli-1 og Egil á velli-3 og hér er svo völlur-2.
Europen Judo Cup – Bratislava 2018