Byrjenda og framhaldsnámskeið 5-6 ára barna á laugardögum kl. 10 Byrjenda og framhaldsnámskeið 7-10 ára barna á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17 Byrjenda og framhaldsnámskeið 11-14 ára barna mánudaga, miðvikudaga, föstudaga kl. 17 Byrjendanámskeið 15 ára og eldri mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20 Gólfglíma, byrjendur/framhald 30 ára og eldri þriðjudaga, fimmtudaga kl. 17 og laugardaga kl. 11. Meistaraflokkur og framhald 15 ára og eldri alla daga vikunnar kl. 18, sjá nánar stundatöflu. Kvennatími byrjendur ogframhald 15 ára og eldri mánudaga og miðvikudaga kl. 17
Byrjendur fá fría prufutíma, komdu og prófaðu í viku, það er frítt. Ekki þarf að skrá sig í prufutíma, bara mæta á staðinn í réttan tíma og láta vita af sér, en það væri samt gott að fá tilkynningu um það á netfangið jr@judo.is. Nóg er að mæta með síðar íþróttabuxur og bol. Judobúningar fást hjá JR.
Ef ákveðið er að halda áfram að loknum prufutíma þá er hér gengið frá skráningu og námskeiðsgjaldi. Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is
Tilkynnt var um val á Judomanni ársins 2024 miðvikudaginn 18. desember og er sá eða sú sem bestum árangri náði á árinu í senioraflokki kjörinn judomaður ársins. Þá er einnig valinn judomaður ársins í U21 árs aldursflokki og sá efnilegasti í U18/21 en hann getur aðeins verið kjörinn einu sinni. Við valið er ekki einungis tekið mið af árangri heldur einnig ástundun, framkomu og virðingu fyrir íþróttinni. Aðeins er valinn einn judomaður ársins hverju sinni, kona eða karl og það sama á við í U21 og þann efnilegasta. Sjálfboðaliði ársins var fyrst valinn 2022 og er hann heiðraður samhliða judomönnum ársins en í ár var enginn tilnefndur. Judomaður JR var fyrst valinn árið 2019.
Skarphéðinn Hjaltason er Judomaður JR 2024 og er það í fyrsta sinn sem hann hlýtur þann heiður. Skarphéðinn sem er tvítugur og keppir jafnan í -90 kg flokki stóð sig vel á árinu. Á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð var hann með silfur í -90 kg flokki karla og einnig í U21 árs aldursflokki karla . Á Copenhagen Open tapaði hann naumlega í úrslitum í -90 kg flokki karla. Hér heima stóð hann sig einnig frábærlega á árinu en hann varð Íslandsmeistari bæði í – 90 kg flokki og Opnum flokki karla. Á Reykjavík Judo Open (RIG) varð hann í þriðja sæti og með gullverðlaun á Vormóti JSÍ. Í U21 árs aldursflokki hér heima keppti hann í -100 kg flokki og sigraði á Íslandsmeistaramótinu og Afmælis og Vormóti JSÍ.
Romans Psenicnijs sem er sautján ára var kjörinn Judomaður JR 2024 í U21 árs aldursflokki og er það í annað sinn sem hann verður fyrir valinu en hann var einnig kjörinn 2023. Romans keppti í -73 kg flokki og er hér hans helsti árangur á árinu. Í U21 árs aldursflokki vann hann öll þau mót sem hann tók þátt í og einnig í U18 ára aldursflokki. Hann varð Íslandsmeistari í U21 árs aldursflokki og sigraði á Haustmóti, Vormóti og Afmælismóti JSÍ og endurtók svo leikinn á sömu mótum í U18 árs aldursflokki. Á Íslandsmeistramóti karla sigraði hann í -73 kg flokki og í Opnum flokki á sama móti varð hann í þriðja sæti. Hann sigraði einnnig bæði á Vormóti og Haustmóti JSÍ í karlaflokki. Að lokum þá tók hann bronsverðlaunin á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð í U18 ára aldursflokki.
Orri Snær Helgason sem er 15 ára var kjörinn efnilegasti Judomaður JR 2024 í U18/21árs aldursflokki. Hann keppti jafnan í -60 kg flokki og stóð sig alveg frábærlega. Í U21 árs aldursflokki sigraði hann á Íslandsmeistaramótinu, Afmælismóti JSÍ og Vormóti JSÍ og sömu mótum í aldursflokki U18 sigraði hann einnig. Hann keppti líka í karlaflokkum og sigraði á Vormóti JSÍ í -60 kg flokki, varð annar á Reykjavík Judo Open (RIG) í -60 kg flokki og á Íslandsmeistaramóti karla í -66 kg flokki tók hann silfurverðlaunin. Í liðakeppninni varð hann Íslandsmeistari með sínu liði bæði í U18 og U21 árs aldursflokkum.
Jólamót JR 2024 fór fram í dag en það er innanfélagsmót sem fyrst var haldið 2006. Keppt var í þremur senioraflokkum, -66 kg , sameinuðum flokki -73/81 kg og sameinuðum flokki -90/+90 kg. Samhliða þessari keppni var einnig og nú í annað sinn keppt í gólfglímu í aldursflokki 30 ára og eldri en fyrst var keppt í gólfglímu 2023. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir og eru þeir áletraðir með nöfnum sigurvegara hvers árs. Það er gaman að segja frá því að á meðal þátttakenda voru keppendur frá Ukraníu, Georgíu og Portúgal sem settu svip á mótið en þeir æfa allir hjá JR. Hér eru myndir frá mótinu, videoklippa og úrslitin 2024 og eldri úrslit 2023, 2022, 2021 og 2019.
Í dag var haldin sameiginleg Jólaæfin barna frá fimm ára aldri til og með ellefu ára og var það jafnframt síðasta æfing ársins hjá þeim. Jólaæfingin er að venju aðallega í formi leikja en með smá upphitun áður en hafist er handa við leikina. Að leikjum loknum voru afhent viðurkenningarskjöl fyrir önnina og svo farið í setustofuna þar sem í boði voru drykkir, kökur, ávextir og ýmslegt fleira og kaffi fyrir þá fullorðnu. Vel var mætt og heppnaðist æfingin með ágætum. Það vantaði þó um fimmtán börn og bíða þeirra viðurkenningar sem þau fá afhentar næst þegar þau mæta. Hér er stutt videoklippa frá deginum. Æfingar hefjast aftur á 6. janúar á nýju ári.
Jólamót/Afmælismót JR 2024 verður haldið miðvikudaginn 18. desember og hefst keppnin um kl. 18:15. Keppt verður í senioraflokkum en ekki öllum þyngdarflokkum. Einnig verður nú í annað sinn keppt í gólfglímu 30 ára og eldri. Þetta er innanfélagsmót sem fyrst var haldið 2006 og er það nú haldið í átjánda skipti en það féll niður 2020 vegna covid. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram því allir sem mæta á æfingu geta keppt og verður keppendum raðað í flokka að lokinni vigtun. Í kvennaflokkum hefur verið keppt í -57 kg og +57 kg en í karlaflokkum -66, -73, -81, -90 og +90 kg en hugsanlega verða flokkar sameinaðir en það fer eftir þátttöku. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir en þeir eru áletraðir nöfnum fyrrum sigurvegara. Hér eru úrslitin 2023, 2022, 2021 og 2019. Á mótinu verður einnig tilkynnt um val á Judomanni JR 2024, judomanni U21, þeim efnilegasta og sjálfboðaliða ársins.
Síðasta æfing hjá börnum 5-6 ára og 7-11 ára verður þriðjudaginn 17. des. en þá verður sameiginleg æfing með þessum aldursflokkum og hefst hún kl. 17 og verður hún að mestu í leikjaformi. Að lokinni æfingu fá börnin afhent viðurkenningaskjöl fyrir haustönnina og síðan verður farið í setustofuna þar sem í boðið verða drykkir , kökur, ávextir og ýmslegt fleira og kaffi fyrir þá fullorðnu.
Síðasta æfing fyrir áramót hjá byrjendum 15 ára og eldri verður þriðjudaginn 17. des. og hjá framhaldi, kvennatíma og meistaraflokki miðvikudaginn 18. des. en hjá Gólfglímu 30+ fimmtudaginn 19.des. Hugsanlega verða haldnar aukaæfingar fyrir meistaraflokk milli Jóla og nýárs og verður það þá auglýst hér síðar.
Æfingar hefjast svo aftur á nýju ári sem hér segir. Byrjenda og framhaldsnámskeið 11-14 ára og 15 ára og eldri og kvennatími 15+ hefjast mánudaginn 6. janúar. Gólfglíma, byrjendur/framhald 30 ára og eldri og æfingar barna 7-10 ára hefjast þriðjudaginn 7. janúar og æfingar barna 5-6 ára hefjast laugardaginn 11. janúar.
Á lokahófi Judosambands Íslands í gær var tilkynnt um val á judomönnum ársins, hver voru þau efnilegustu og veittar viðurkenningar sem Gísli Egilson nýkjörinn formaður afhenti. Judomenn ársins 2024 voru kjörin þau Helena Bjarnadóttir og Skarphéðinn Hjaltason bæði úr JR og er það í annað skiptið sem Helena hlýtur þessa nafnbót en hún var einnig kjörin 2023. Einnig var tilkynnt um val á efnilegastu judomönnum ársins og voru hlutskörpust þau Eyja Viborg (Ármanni) og Orri Snær Helgason (JR). Þá voru afhentar viðurkenningar fyrir dan gráðanir á árinu sem voru allnokkrar en það voru sjö sem gráðuðust í 1. dan, tveir í 4. dan, einn í 5. dan, tveir í 6. dan og einn í 7. dan. Þeir sem gráðuðust í 1. dan voru, Eyjólfur Orri Sverrisson, Garðar Hallur Sigurðsson, Magnús Jóhannsson, Mikael Ísaksson og Raul Vlad Matei Matei allir úr JR, Jakob H. P. Burgel Ingvarsson úr UMFS og Piotr Slawomir Latkowski úr UMFG. Gísli Egilson (JG) og Jóhann Másson (JR) fóru í 4. dan, Garðar Skaptason (JS) í 5. dan, Björn Halldórsson (JG) og Höskuldur Einarsson (JR) í 6. dan og í byrjun árs veitti forseti EJU Dr. László Tóth, Halldóri Guðbjörnssyni (JR) gráðuna 7. dan. Dómari ársins var kjörinn Sævar Sigursteinsson úr Ármanni. Gísla Inga Þorsteinssyni var veitt gullmerki JSÍ fyrir hans framlag til íþróttarinnar en hann var fyrsti Norðurlandameistari okkar í judo árið 1976. Hann keppti á einnig á Ólympíuleikunum í Montreal 1976 en það var í fyrsta skipti sem Íslenskir judomenn voru á meðal þátttakenda og á Ólympíuleikunum í Los Angeles fyrir 40 árum var hann þjálfari Íslensku keppendanna .
Nú nýlega í desember þreyttu átta aðila dan gráðupróf og stóðust það allir sem einn með ágætum. Það voru sex aðilar sem tóku 1. dan en það voru þeir Eyjólfur Orri Sverrisson, Garðar Hallur Sigurðsson, Magnús Jóhannsson og Raúl Vlad Matei Matei allir úr JR, Jakob H. P. Burgel Ingvarsson úr UMFS og Piotr Slawomir Latkowski úr UMFG sem tók prófið nokrum dögum síðar. Garðar Hrafn Skaptason úr JS tók gráðuna 5. dan og var Arnar Freyr Ólafsson Uke hjá honum og Björn Halldórsson úr JG tók gráðuna 6. dan og Uke hjá honum var Raphael Louis José Leroux. Til hamingju með áfangann.
Manage Cookie Consent
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.