Nokkrar gráðanir hafa verið í JR síðustu daga í aldursflokknum 11-14 ára og hafa flestir verið að taka fyrri hluta belta þ.e hálft gult eða hálft appelsínugult belti og svo framvegis og nokkrir 15 ára og eldri tóku heil belti. Í aldursflokknum 10 ára og yngri tóku nokkur börn beltapróf og fá þau strípur sem eru málaðar þversum á beltin og sýna þær hvé gömul börnin eru og hve lengi þau hafa æft júdo en þegar þau ná ellefu ára aldri fara þau úr hvítu belti í hálft gult og síðar á árinu í gult belti. Hér er mynd af nýgráðuðum júdodrengjum og stúlkum sem tekin var á æfingu í gær.