Stór hópur landsliðsmanna dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Þetta eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu judomenn og konur heims á meðal þátttakenda. Þessar æfingabúðir koma sér vel í undirbúningi okkar manna fyrir Reykjavík Judo Open sem haldið verður í Laugardalshöllinni 26. janúar og að sjálfsögðu önnur verkefni sem fyrirhuguð eru í framhaldi af því eins og Grand Slam í París og Dusseldorf og svo Matsumae Cup í Danmörku. Hér neðar er mynd af þátttakendum okkar í Mittersill.
