Þá er æfingabúðunum lokið í Papendal (umfjöllun og myndir) þar sem saman voru komnir margir af bestu judomönnum heims sem þarna eru í sínum lokaundirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í Baku í næsta mánuði. Æfingarnar gengu vel hjá okkar mönnum ef undan er skilið að Logi Haraldsson meiddis illa á öxl fyrsta daginn. Hann fór í myndatöku í Hollandi og er óbrotinn og sinar í lagi en liðbönd hafa orðið fyrir hnjaski. Hann er kominn heim og fer í nánari skoðun og kemur þá í ljós hvernig staðan er en hann missir auðvitað af mótinu í Bratislava vegna þessa. Ægir Valsson kom heim í dag en hann ætlaði ekki að keppa á European Judo Cup í Bratislava eins og þeir Egill Blöndal, Sveinbjörn Iura og Þormóður Jónsson sem eru á leið þangað og keppa þar á sunnudaginn. Dregið verður í riðla annað kvöld og verður drátturinn birtur hér. Hér eru linkar á beina útsendingu, hér má sjá Þormóð og Sveinbjörn á velli-1 og Egil á velli-3 og hér er svo völlur-2.
Europen Judo Cup – Bratislava 2018