Afmælismót JSÍ yngri 2024 – Úrslit

Afmælismót JSÍ 2024 í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs var haldið í æfingasal Judofélags Reykjavíkur laugardaginn 3. febrúar. Keppendur voru fimmtíu og tveir frá sex klúbbum og þar af voru tuttugu og níu frá JR og unnu þeir til níu gullverðlauna, tólf silfurverðlauna og sex bronsverðlauna. Þetta var flott mót með fullt af flottum viðureignum og gaman að sjá hve margir nýjir keppendur voru á meðal þátttakenda og hve vel þeir stóðu sig. Mótsstjórn og tímavarsla var í höndum Ara Sigfússonar og Mikaels Ísakssonar og um dómgæslu sáu þeir Sævar Sigursteinsson, Yoshihiko Iura, Gunnar Jóhannesson, Breki Bernharðsson og Aðalsteinn Karl Björnsson. Hér má sjá úrslitin og hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum og frá mótinu.