http://www.google.com
Júdófélag Reykjavíkur | Allt um Júdó – sjálfsvarnaríþrótt fyrir unga sem aldna!
Júdófélag Reykjavíkur

Úlfur keppir á EM U18

UlfurÚlfur Böðvarsson sem býr núna og æfir í Danmörku, keppir næsta laugardag (2.júlí 2016) á Evrópumótmeistaramótinu í judo í aldursflokknum U18 sem haldið er í Finnlandi næstu helgi. Keppendur eru rúmlega fjögurhundruð frá fjörtíu og einni þjóð. Búið er að draga og mætir Úlfur sem keppir í -90 kg flokki, Christopher  Mvuama  frá Frakklandi. Í flokknum eru tuttugu og fimm keppendur og á Úlfur fjórðu viðureign í flokknum og má fylgjast með henni í beinni útsendingu hérna sem hefst kl. 06:30 að Íslenskum tíma. Nánari tímasetning og á hvaða velli hann keppir má sjá að loknu móti á morgun í pdf skjalinu undir „Contest Order“. Þórdís Böðvarsdóttir systir Úlfs verður honum til aðstoðar á mótinu.

Á ferð og flugi

Logi v Hemmi NM 2016Logi Haraldsson fór til Bretlands í byrjun júní og æfði til að byrja með í Bath og síðan bauðst honum að taka þátt í æfingabúðum með breska landsliðinu og var með þeim í viku tíma. Þann tuttugusta júní fór hann til Munchen mun æfa þar með Grosshadern Judoklúbbnum fram til 4. ágúst og gera þaðan út á nokkur mót og æfingabúðir í Evrópu og er fyrsta mótið Junior European Cup 9-10 júlí í Paks í Ungverjalandi og æfingabúðir strax á eftir. Egill Blöndal tekur einnig þátt í mótinu í Paks en sleppir æfingabúðunum en keppir hinsvegar aftur viku seinna á öðru Junior European Cup og nú í Gdynia í Póllandi og mun Garðar Skaftason þjálfari verða honum til aðstoðar á þessum mótum.

Modi_Egill_Svenni NM 2016Þormóður Jónsson fór einnig til Þýskalands þann tuttugusta júní og mun vera við æfingar á nokkrum stöðum í Evrópu fram að Ólympíuleikunum. Hann byrjaði Í Grosshadern með Loga, fer 1. Júlí á EJU æfingabúðir til Castelldefells á Spáni og þar hittir hann Sveinbjörn Iura sem einnig tekur þátt í þeim æfingabúðum sem standa til 8. júlí. Að þeim loknum kemur Sveinbjörn heim en Þormóður fer aftur til Munchen og mun líkast til æfa með TSV Abensberg judoklúbbnum í nokkra daga og í Paks í Ungverjalandi áður en hann kemur heim aftur og heldur til Ríó.

Tom Reed á æfingu í kvöld

Tom Reed_Owen LiveseyÁ landinu er staddur um þessar mundir keppandi í Breska landsliðinu Tom Reed en hann keppti að því að komast á Ólympíuleikana í RÍÓ sem því miður gekk ekki eftir. Hann kom hingað beint af Grand Prix í Kazakstan í síðustu viku sem var hans síðasta mót og hefur hann lagt búningnum á hilluna. Hann tók með okkur æfingu sl. mánudag og mun einnig vera á æfingunni í kvöld kl. 18:30 en hann fer af landinu á föstudaginn. Tom keppir í -81 kg flokki og hafa þeir Sveinbjörn Iura tekist á og hér má sjá viðureign þeirra frá European Open í Glasgow 2015.

Gull, silfur og brons á NM

Ulfur U18 NM 2016Norðurlandamótið fór fram í Larvik í Noregi dagana 21-22 maí. Við sendum þangað fjölmennt lið keppenda sem stóðu sig með sóma og uppskáru þrjú gull, þrjú silfur og þrjú brons verðlaun auk þess að verða í 5 og 7 sæti. Þeir sem unnu til verðlauna voru, Þormóður Jónsson  gull í +100 kg flokki, Sveinbjörn Iura silfur í -81 kg flokki og Egill Blöndal brons í -90 kg flokki. Í U21 árs í 90 kg flokki fékk Egill Blöndal gullverðlaun, Grímur Ívarsson silfur og Úlfur Böðvarsson brons verðlaun. Í U18 fékk Úlfur Böðvarsson gullverðlaun í -90 kg flokki, Alexander Heiðarsson silfur í -55 kg flokki og Ásþór Rúnarsson bronsverðlaun í -81 kg flokki en hér eru öll úrslitin.

Sameiginleg æfing

NM 2016Nú eru aðeins tvær sameiginlegar æfingar eftir fram að Norðurlandameistaramótinu sem haldið verður dagana 20-22 maí. Fyrri æfingin verður á morgun laugardaginn 14. maí hjá JR og er hún frá kl.  kl. 13-14:30 og sú seinni sem er þá sú sjötta í röðinni verður haldin mánudaginn 16. maí og einnig hjá JR og er hún frá kl. 17:30-19:00.  Æfingarnar eru fyrir 15 ára og eldri og öllum velkomið að taka þátt en gert er ráð fyrir að þeir sem valdir hafa verið til að keppa á NM verði með. Hér má sjá keppendalistaU18/U21 og Sen/Veterans á NM 2016.

Vorönn að ljúka

Judo2016Síðusta æfing á vorönn 2016 hjá 11-14 ára verður föstudaginn 13. maí en síðasta æfing hjá 10 ára og yngri verður fimmtudagurinn 19. maí. Síðasta æfing á vorönn hjá byrjendum/framhaldi 15 ára og eldri verður fimmtudaginn 26. maí. Það verða hinsvegar æfingar í allt sumar hjá meistaraflokki á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 18:30 -20:00 og eru allir úr framhaldi 15 ára og eldri velkomið að mæta þar. Ný byrjenda og framhaldsnámskeið hefjast svo aftur seinnipart ágúst. Takk fyrir önnina og sjáumst aftur í haust.

Tækniæfing á morgun

em2016Það verður tækniæfing (uchi-komi ) í JR frá kl. 11:00-12:30 á morgun, laugardaginn 7. maí. Allir velkomnir en þeir sem eru að fara á Norðurlandamótið ættu að sjálfsögðu að mæta.

Síðan keyrir á Wordpress. Hönnun og forritun: Henrý Þór Baldursson 2010