Júdófélag Reykjavíkur

Tom Reed á æfingu í kvöld

Tom Reed_Owen LiveseyÁ landinu er staddur um þessar mundir keppandi í Breska landsliðinu Tom Reed en hann keppti að því að komast á Ólympíuleikana í RÍÓ sem því miður gekk ekki eftir. Hann kom hingað beint af Grand Prix í Kazakstan í síðustu viku sem var hans síðasta mót og hefur hann lagt búningnum á hilluna. Hann tók með okkur æfingu sl. mánudag og mun einnig vera á æfingunni í kvöld kl. 18:30 en hann fer af landinu á föstudaginn. Tom keppir í -81 kg flokki og hafa þeir Sveinbjörn Iura tekist á og hér má sjá viðureign þeirra frá European Open í Glasgow 2015.

Sameiginleg æfing

NM 2016Nú eru aðeins tvær sameiginlegar æfingar eftir fram að Norðurlandameistaramótinu sem haldið verður dagana 20-22 maí. Fyrri æfingin verður á morgun laugardaginn 14. maí hjá JR og er hún frá kl.  kl. 13-14:30 og sú seinni sem er þá sú sjötta í röðinni verður haldin mánudaginn 16. maí og einnig hjá JR og er hún frá kl. 17:30-19:00.  Æfingarnar eru fyrir 15 ára og eldri og öllum velkomið að taka þátt en gert er ráð fyrir að þeir sem valdir hafa verið til að keppa á NM verði með. Hér má sjá keppendalistaU18/U21 og Sen/Veterans á NM 2016.

Vorönn að ljúka

Judo2016Síðusta æfing á vorönn 2016 hjá 11-14 ára verður föstudaginn 13. maí en síðasta æfing hjá 10 ára og yngri verður fimmtudagurinn 19. maí. Síðasta æfing á vorönn hjá byrjendum/framhaldi 15 ára og eldri verður fimmtudaginn 26. maí. Það verða hinsvegar æfingar í allt sumar hjá meistaraflokki á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 18:30 -20:00 og eru allir úr framhaldi 15 ára og eldri velkomið að mæta þar. Ný byrjenda og framhaldsnámskeið hefjast svo aftur seinnipart ágúst. Takk fyrir önnina og sjáumst aftur í haust.

Tækniæfing á morgun

em2016Það verður tækniæfing (uchi-komi ) í JR frá kl. 11:00-12:30 á morgun, laugardaginn 7. maí. Allir velkomnir en þeir sem eru að fara á Norðurlandamótið ættu að sjálfsögðu að mæta.

Nýr ranking listi

Hér er uppfærður ranking listi 1. maí 2016

Frí 8-10 ára en æfing hjá …

Það verður ekki æfing hjá 8-10 ára á morgun uppstingningardag en það verður hinsvegar æfing hjá framhaldi 15 ára og eldri kl. 17:30.

Úrslit ÍM yngri 2016

Hér eru úrslit Íslandsmótsins sem haldið var í gær í aldursflokkum U13,U15,U18 og U21 árs og hér neðar eru úrslitin í sveitakeppninni.
Sveitakeppni karla
U13 riðill  U13 Viðureignir
U15 riðill  U15 Viðureignir
U18 riðill  U18 Viðureignir
U21 riðill  U21 Viðureignir

Sveitakeppni kvenna
U21 Riðill U21 Viðureignir

Síðan keyrir á Wordpress. Hönnun og forritun: Henrý Þór Baldursson 2010